top of page
SEIGLA 120x150

SEIGLA 120x150

SEIGLA

SEIGLA er einn af þeim mannkostum sem til þarf til að ná markmiðum sínum sem í verkinu eru túlkuð sem tindur, hversu háleitt eða viðamikið sem það kann að vera. Brattur, veðurbarinn og snævi þakinn tindurinn táknar að þrátt fyrir áskoranir og hindranir má með SEIGLU ná á toppinn. Málverkið fangar kjarna þrautseigju og minnir áhorfendan á að þrátt fyrir erfiðleika og hindranir má með SEIGLU og hugrekki, sigra hvaða fjall sem stendur í vegi.

Lífshamingja okkar veltur meðal annars á því að geta náð markmiðum og að láta vonir, drauma og þrár rætast. Með því að bera verkið augum má setja sér markmið á hverjum og hugleiða svo i fyllingu tímans lífsspor sitt og ferðalag.

Litavalið í verkinu eru íslenskir náttúrutónar, grítis og fannar.

Verkið, SEIGLA er unnið á vinnustofu minni í Íshúsi Hafnarfjarðar á árinu 2023 og er eitt verka í lífsgilda seríu.

(STYRKUR, DIRFSKA, HUGREKKI, ÁRÆÐINI, DUGNAÐUR, ÞOR og TRYGGLYNDI)

Tindarnir í verkinu eru stækkuð brot úr Eystastrahorni.

Efnistökin eru akrýl, olía og vernis.

Unnur Guðný María

Gunnarsdottir

    330.000krPrice
    bottom of page